18. mars 2025 kl. 9:54
Innlendar fréttir
Þingeyjarsveit
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri afhendir umsjónarmanni lyklana að nýja snjótroðaranum.Mynd / Þingeyjarsveit
Nýr troðari í Kröflu
Þingeyjarsveit hefur keypt snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins.
Íþróttafélagið Mývetningur, sem hefur staðið fyrir uppbyggingu á skíðasvæðinu, sér um notkun tækisins.
Með nýja snjótroðaranum er stefnt að því að tryggja enn betri aðstæður fyrir skíðafólk, hvort sem það stundar alpagreinar eða skíðagöngu.
Vonast er til að áhugi íbúa og ferðamanna á að nýta skíðasvæðið í Kröflu muni nú aukast.