Krefjast aðgerða ríkisstjórnar vegna árása á Gaza
Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir mótmælum utan við ríkisstjórnarfundinn í morgun.
Hópur mótmælenda komu saman utan við ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir mótmælunum, þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin ræði aðgerðir vegna ástandsins á Gaza.