Landsmenn mega búast við hæglætisveðri í dag, það er útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt. Væta af og til víða um land en hvergi mikil úrkoma. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður austanlands og hiti á bilinu 5-10 stig yfir daginn.
Á morgun verður svipað veður nema það bætir í vind vestanlands síðdegis og búast má við sunnanstrekkingi með rigningu þar annað kvöld.