Allt að því tveggja tíma biðröð í Bónus
„Við erum að reyna að tæma verslunina svo við getum gert smá umbætur næstu tvær vikurnar. Þá er bara lang best að bjóða kúnnunum okkar upp á það að koma hingað í einn dag og fá 30% afslátt og hafa gaman,“ segir Björn Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus. Kúnnarnir hjálpi því starfsmönnum að tæma verslunina svo hægt sé að hefjast handa við framkvæmdir.
„Ískistan hjá okkur tæmdist ekki því fólk þorði hreinlega ekki að taka ísinn, ætla ég að gíska á,“ segir Björn en fólk þurfti að bíða það lengi í röð að hann hefði bráðnað áður en það kæmist út úr búðinni.
Þú getur hlustað á viðtalið við Björn í spilaranum hér að ofan sem og spjall við heimilsföður sem var sendur af frúnni út í búð að nýta afsláttinn og fylla um leið á birgðir heimilisins.