Líklegast að gos komi upp milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells
Líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni halda áfram að aukast. Mestar líkur eru taldar á að það komi upp á svipuðum slóðum og áður, en frá því í desember 2023 hafa öll gosin hafist milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells, nema eitt, það var í janúar í fyrra.
„Við erum að horfa á líklegustu sviðsmynd að kvika brjóti sér leið upp á milli Sýningarfells og Stóra-Skógfells eins og hefur gerst sex sinnum áður og þá með mjög stuttum fyrirvara, hugsanlega 30 mínútum,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Ef að kvikan reynir að leita annað þá er búist við með meiri skjálftavirkni og lengri aðdraganda.“
Rúmmál kviku undir Svartsengi hefur aldrei verið meira frá því að goshrinan hófst í desember 2023.