17. mars 2025 kl. 18:55
Innlendar fréttir
Grindavíkurbær

Kynna breyt­ing­ar á stuðn­ings­að­gerð­um fyrir íbúa Grinda­vík­ur á morgun

Gerðar verða breytingar á stuðningsúrræðum til íbúa Grindavíkur. Forsætisráðherra kynnir aðgerðirnar á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun.

Fulltrúar Grindavíkurbæjar áttu fund síðdegis með forsætisráðherra um framhald aðgerða sem að óbreyttu renna sitt skeið um mánaðamótin. Hátt í tvö hundruð grindvískar fjölskyldur þurfa stuðning og forseti bæjarstjórnar sagði í hádegisfréttum að óvissan væri bagaleg.

Úrræðin hafa þrisvar verið framlengd en nú ætlar ríkisstjórnin að breyta þeim, í skrefum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fá þau sem verst standa fjárhagslega áframhaldandi stuðning og þjónustuteymi Grindvíkinga verður starfrækt áfram.

Ríkisstjórnin kynnir tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri. Kristrún Frosta­dóttir
Forsætisráðherra kynnir breytingar á stuðningi til íbúa Grindavíkur á morgun.RÚV / Ragnar Visage