Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.RÚV / Ragnar Visage
Atvinnuvegaráðuneytið hætti í síðustu viku að prenta þingskjöl sem lögð eru fram á Alþingi vegna hagræðingar og umhverfissjónarmiða. Prentun þingskjala kostar Stjórnarráðið tugi milljóna króna á ári hverju
Síðustu ár hafa öll þingskjöl ráðuneytisins verið prentuð í um 30 eintökum. Talsvert hefur þó verið dregið úr prentun í Stjórnarráðinu síðustu ár.
„Þessi ákvörðun er eiginlega sjálfgefin“, er haft eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Þetta spari bæði fé og pappír. Þingmönnum sem vilja útprent stendur það þó enn til boða.