Sjö jarðskjálftar hafa mælst milli Stóra Skógfells og Hagafells á Reykjanesskaga síðasta sólarhring, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það er svipað og um helgina. Flestir skjálftarnir voru minni en 0,5 að stærð og einn yfir einum.
Þá hefur dregið verulega úr jarðskjálftavirkni sunnan við Reykjanestá og engin virkni mældist þar í nótt.
Farið verður yfir gögn úr GPS-mælum síðar í dag til að meta landris við Svartsengi.
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga, sagði við fréttastofu í gær að of snemmt væri að segja til um hvort landsig væri hafið. Þó bendi flest til þess að frekar styttist í eldgos en ekki.
Sundhnúksgígar, gufa stígur upp af hrauninu sem er enn heitt.RÚV / Ragnar Visage