17. mars 2025 kl. 19:20
Innlendar fréttir
Dómstólar

Áfrýj­ar ekki dómi yfir manni sem myrti hjón í Nes­kaup­stað

Lögregluaðgerðir, götulokun. Lokunarskilti og umferðarkeila.
RÚV / Hjalti Stefánsson

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Austurlands yfir Alfreð Erlingi Þórðarsyni, sem varð eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra. Vísir hefur eftir Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að dóminum verði ekki áfrýjað.

Héraðsdómur taldi sannað að hann hefði banað hjónunum en úrskurðaði að hann væri ósakhæfur og skyldi því vistaður á viðeigandi stofnun.