Viðvörunarbjöllur farnar að hringja innan ferðaþjónustunnar vegna tollastríðs
Áhrifa tollastríðs Bandaríkjastjórnar er farið að gæta víða og segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar viðbúið að ferðaþjónustan hér á landi fari ekki varhluta af þeim.
„Við vitum það að bandaríski markaðurinn er viðkvæmur fyrir því þegar markaðirnir fara niður á við og fólk er „sensitíft“ fyrir því að halda að sér höndum. Við sjáum flugfélög erlendis í Bandaríkjunum vera að draga saman tekjuspár sínar vegna þess að ferðalög verða líklega minni á árinu en búist var við. Þannig að það má búast við því að það verði áhrif hér eins og annars staðar.“