Mild suðlæg átt verður víða á landinu í dag. Sums staðar stinningskaldi eða allhvasst norðvestanlands en hægari vindur annars staðar. Búast má við súld öðru hverju á Suður- og Vesturlandi. Þurrt og bjart veður um landið norðaustanvert. Á þriðjudaginn má gera ráð fyrir að vind lægi en að aftur taki að kólna norður af landinu. Þá gæti orðið slydda eða snjókoma um tíma við norðurströndina.
Frá Blönduósi, gera má ráð fyrir nokkrum vindi norvestanlands í dag.RÚV / Einar Rafnsson