15. mars 2025 kl. 6:50
Innlendar fréttir
Hafnarfjörður

Eldur í bíl við Fjarð­ar­kaup

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu eftir klukkan eitt í nótt eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði verslunarinnar Fjarðarkaups í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins gekk slökkvistarf fljótt fyrir sig en bíllinn er ónýtur.

Hann sagði eiganda bílsins hafa tilkynnt um eldinn og að slökkvilið hefði komið á staðinn á örskotsstundu, enda er slökkvistöðin í Skútahrauni aðeins steinsnar frá versluninni. Ekki er ljóst hvort eigandinn hafi verið inni í bílnum þegar eldurinn kom upp en engan sakaði að sögn varðstjóra.

Eldsupptök eru ókunn.

Slökkvistarf gekk fljótt fyrir sig. Mynd er úr safni.RÚV / Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir