Tunglmyrkvi sást víða um land í morgun

Áhugafólk um stjörnufræði og ljósmyndun hefur væntanlega litið til himins í morgun, en tunglmyrkvi sást víða um land í morgun. Skýin byrgðu þó mörgum sýn.

Ólöf Rún Erlendsdóttir

,

Tunglið varð almyrkvað á vesturhimni í morgun. Þá freista margir ljósmyndarar þess að festa á filmu svokallaðan blóðmána, en það reyndist víða erfitt hér á landi á hálfskýjuðum himni.

Blóðmáninn er sjaldséður og þykir með fallegri sjónarspilum stjörnufræðinnar sem sjá má með berum augum. Þá er tunglið að fullu í skugga jarðarinnar og fær á sig rauðan blæ frá sólsetrum og sólarupprásum sem umlykja jörðina. Áhugafólk um himinhvolfið reif sig því snemma á fætur í morgun.

Áður en máninn verður rauður þurfa jörðin, sólin og tunglið að raða sér í beina línu og við það verða svokallaðir deildarmyrkvar, þar sem tunglið fellur hægt og rólega í meiri skugga.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV