14. mars 2025 kl. 21:55
Innlendar fréttir
Hvalfjarðarsveit

Starfs­mað­ur­inn ekki al­var­lega slas­að­ur

Starfsmaðurinn, sem slasaðist þegar öryggi sprakk í aðveitustöð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag, virðist ekki vera alvarlega slasaður.

Þetta staðfestir Sólveig Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls en hún segir starfsmanninn hafa verið fluttan til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Mikil mildi sé að ekki fór verr.

Önnur af tveimur kerlínum álversins hefur legið niðri frá því um fjögurleytið í dag en Sólveig segir að verið sé að keyra upp rafmagn á línuna. Það geti tekið nokkra stund en búist sé við að viðgerð ljúki í kvöld.

Starfsmaður slasaðist í vinnuslysi í álverinu á Grundartanga.
RÚV / Ástrós Signýjardóttir