Í dag er búist við suðvestan átt 5-10 metrum, en 10-15 á norðanverðu landinu. Það verður skýjað að mestu og lítils háttar væta af og til. Yfirleitt bjart veður um landið austanvert, hiti 3-8 stig.
Það dregur aðeins úr vindi á morgun, suðlæg átt 5-10 metrar um hádegi. Lítils háttar rigning eða súld í flestum landshlutum en þurrt að kalla norðaustanlands. Áfram milt í veðri og hiti 5-10 stig.
RÚV / Ragnar Visage
Á sunnudag og mánudag hvessir, sunnan 10-18 metrar en hægari austantil. Dálítil væta sunnan- og vestantil en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti breytist lítið.