Skólakerfið vanbúið til að taka á málum barna með sértækan vanda
Ofbeldi meðal barna er vandamál í mörgum skólum, segir formaður Skólastjórafélagsins. Hann segir að í skólum sé ekki fagfólk til að sinna börnum með sértækan vanda.
Grunnskólar eru ekki í stakk búnir til að sinna börnum með sértækan vanda, segir formaður Skólastjórafélagsins. Hann segir úrræðaleysi í samfélaginu bitna á skólastarfi.
RÚV – Selma Margrét Sverrisdóttir