Gervigreind opnar nýjar leiðir í heilbrigðismálum
Einstaklingum með sykursýki stendur nú til boða í fyrsta skipti að fara í augnskimun með gervigreind sem íslenska fyrirtækið Retina Risk hefur þróað.
Tæknin er þróuð til að auka skilvirkni í heilbrigðisþjónustu og einfalda ferla fyrir fólk með sykursýki, sem þarf að fara í reglulegt eftirlit til að fylgjast með breytingum í augum en sykursýki er ein helsta orsök sjónskerðingar og blindu í heiminum. Talið er að um 12 til 15 þúsund Íslendingar séu með sykursýki.
Það tók nokkur ár að þróa gervigreindina en Retina Risk er með nokkur járn í eldinum og fyrirtækið segir gervigreindina eiga eftir að koma sterka inn í heilbrigðisþjónustu næstu árin.
Kastljós kynnti sér augnskimunina sem er í boði í Lyfju Lágmúla á dögunum. Hægt er horfa á innslagið í spilaranum að ofan.