13. mars 2025 kl. 0:19
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Skjálfti af stærð­inni 3,5 sunnan við Reykja­nes­tá

Skjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir sunnan við Reykjanestá klukkan 23:25 í kvöld. Að sögn Veðurstofu Íslands tilheyrir hann hrinunni sem hófst á svæðinu fyrr í dag. Dregið hafi úr hrinunni fyrr í kvöld en virkni aukist aftur fyrir miðnætti. Um 300 skjálftar hafa mælst á svæðinu í dag, þar af um fjórir yfir 3 að stærð.

Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaga samhliða jarðhræringum þar síðustu ár. Þrýstingur af völdum kviku er orðinn mikill undir Svartsengi og samkvæmt útreikningum sérfræðinga Veðurstofunnar hefur rúmmál hennar aldrei verið meira síðan goshrinan hófst í desember 2023.

Jarðskjálftakort af vef Veðurstofu Íslands sem sýnir merkingar fyrir jarðskjálftahrinu 12. mars 2025. Mikið af merkingum er á og sunnan við Reykjanestá, þar af nokkrar stjörnur sem merkja skjálfta yfir þrír að stærð.
Um fjórir skjálftar mældust yfir 3 að stærð.Skjáskot / Veðurstofa Íslands

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV