Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær rúmlega fimm prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn.
Lífeyrissjóðurinn flaggaði viðskiptunum í dag, líkt og skylt er þegar hlutabréfaeign fer yfir eða undir fimm prósenta mörk í skráðu félagi.
Sjóðurinn seldi rúmlega fjórtán milljón hluti. Þetta er ekki fyrsta sala Lífeyrissjóðs verslunarmanna á hlutabréfum í Sýn. Í árslok 2023 átti sjóðurinn tæplega nítján milljón hluti og var þá fimmti stærsti hluthafinn í Sýn.
Húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík.RÚV / Ragnar Visage