11. mars 2025 kl. 8:01
Innlendar fréttir
Forseti Íslands

Halla í op­in­bera heim­sókn til Horna­fjarð­ar

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, hefja á morgun tveggja daga opinbera heimsókn í Hornafjörð.

Bæjarstjórn tekur á móti forsetahjónunum og þar kynna þau sér mannlíf og uppbyggingu á svæðinu. Þau ferðast einnig um Suðursveit og Öræfi meðan á heimsókninni stendur.

Dagskráin á fyrri degi heimsóknarinnar er öll á Höfn og snæða forsetahjónin meðal annars hádegisverð með félögum í Félagi eldri Hornfirðinga. Seinni daginn verður farið um dreifbýli sveitarfélagsins og er íbúum á Mýrum og í Suðursveit boðið að snæða hádegisverð með forsetahjónunum á Hótel Jökulsárlóni.

Halla Tómasdottir á Bessastöðum 14 október
Halla Tómasdottir á Bessastöðum 14. októberRÚV / Ragnar Visage