10. mars 2025 kl. 7:01
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið

Núm­er­in klippt af 25 bílum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu klippti númerin af 25 bílum í gær. Bílarnir voru ýmist ekki tryggðir eða höfðu ekki verið færðir til skoðunar eins og reglur kveða á um.

Lögreglumenn á stöð 3, sem þjónar Kópavogi og Breiðholti, stóðu í þessum aðgerðum.

Lögregla hafði afskipti af nokkrum bílstjórum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu vegna hraðaksturs eða aksturs undir áhrifum. Tveir voru teknir á vel yfir löglegum hraða, annar á 113 og hinn á 116 þar sem er 80 kílómetra hámarkshraði.

Lögreglubifreiðar við Lögreglustöðina við Hverfisgötuna
RÚV / Ragnar Visage