9. mars 2025 kl. 8:14
Innlendar fréttir
Jarðhræringar

Jarð­skjálfti 3 að stærð við Kleif­ar­vatn

Jarðskjálfti, 3 að stærð, varð 3,1 kílómetra norðnorðaustur af Krýsuvík klukkan 5:23 í morgun.

Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir þetta mjög hefðbundinn stað fyrir slíka skjálfta, rétt vestan við Kleifarvatn. Hún segir engar tilkynningar hafa borist Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Hrina smárra jarðskjálfta hefur riðið yfir svæðið í morgun. Jóhanna segir fjölda skjálfta í hrinunni á bilinu 70-80. Þar af hafa einungis þrír skjálftar verið yfir 1 að stærð.

Jóhanna Malen segir hrinuna vera hefðbundna og gerast um það bil vikulega eða á tveggja vikna fresti.

Frá Kleifarvatni.RÚV / Arnhildur Hálfdánardóttir