8. mars 2025 kl. 13:57
Innlendar fréttir
Suðurland

Tveir bílar höfn­uðu á vegr­iði í Kömb­un­um

Tveir bílar skullu saman á Suðurlandsvegi um hádegisbil. Þeir voru báðir á leið niður Kambana í austurátt, þegar óhappið varð. Þeir höfnuðu á vegriði sem skilur að akreinar vegarins.

Að sögn Þorsteins M. Kristinssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, slasaðist enginn í árekstrinum en um eitthvað eignatjón sé að ræða. Hann hafði ekki fengið neinar fregnir að því að tafir hafi myndast vegna árekstursins.

Mynd úr vefmyndavél Vegagerðinnar við Kambana.
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Kambana.Skjáskot / Vegagerðin