Tveir bílar skullu saman á Suðurlandsvegi um hádegisbil. Þeir voru báðir á leið niður Kambana í austurátt, þegar óhappið varð. Þeir höfnuðu á vegriði sem skilur að akreinar vegarins.
Að sögn Þorsteins M. Kristinssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, slasaðist enginn í árekstrinum en um eitthvað eignatjón sé að ræða. Hann hafði ekki fengið neinar fregnir að því að tafir hafi myndast vegna árekstursins.
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Kambana.Skjáskot / Vegagerðin