Bakslag í réttindabaráttu kvenna
Heilmargt hefur breyst en baráttunni fyrir jafnrétti er ekki lokið, sögðu þátttakendur í göngu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Sjónum var beint að stöðu kvenna í heiminum, hernaði og nýlenduhyggju. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag var gengið frá Arnarhóli til Iðnó með margvísleg skilaboð vegna stöðu kvenna í heiminum.