5. mars 2025 kl. 22:21
Innlendar fréttir
Kópavogsbær

Slökkvilið kallað út við fyrirtæki á Nýbýlavegi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leitar nú af sér allan grun í fyrirtækjahúsnæði á Nýbýlavegi í Kópavogi, eftir að eigendur fyrirtækis tilkynntu um mögulegan eldsvoða í húsinu.

Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, telur ekki að fólk sé í húsinu og því hafi þurft að rýma bygginguna.

Tveir slökkviliðsbílar eru á vettvangi en Lárus kveðst ekki telja að atvikið sé alvarlegt. Nokkurn reyk leggi þó frá húsnæðinu.

„Okkar menn eru bara á vettvangi. Þetta er smá handavinna og þeir eru bara að leita af sér allan grun þarna.“