Geimverur, sjálfsalar og stórstjörnur á öskudegi

Ástrós Signýjardóttir

Sjálfsalar, geimverur, prinsessur og stórstjörnur voru á vappi í dag í tilefni öskudagsins.

Krakkar á öllum aldri streymdu í Kringluna og sungu í skiptum fyrir sælgæti.

Það var augljóst að margir höfðu lagt mikla vinnu í búninginn sinn og það leyndi sér ekki hvaða lag var vinsælast að syngja.