5. mars 2025 kl. 23:42
Innlendar fréttir
Kópavogsbær
Eldur kom upp í versluninni Fylgifiskar: Slökkvistarf gekk vel
Eldur kviknaði í sérversluninni Fylgifiskar á Nýbýlavegi í Kópavogi í kvöld. Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir engan hafa verið í hættu og að slökkvistarf hafi gengið skjótt fyrir sig.
Lárus segir eitthvað tjón vera á versluninni en að eldurinn hafi verið minni háttar. Eldsupptök liggi ekki fyrir að svo stöddu.