Tæpustu úrslit í sögu Sjálfstæðisflokksins
„Þetta er nú tæpustu úrslit sem nokkurn tímann hafa verið í Sjálfstæðisflokknum. Það munaði 19 atkvæðum á þessum tveimur öflugu konum. En í rauninni ef að Guðrún hefði fengið tveimur atkvæðum minna en hún fékk, hefði hún bara náð 50 prósentum. En það þarf að fá yfir helming atkvæða til að verða kjörinn og ef enginn nær því þarf að vera önnur umferð,“ segir Ólafur Þ. Harðarson um kosninguna til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum um helgina.
Hann fór yfir það og fleira, m.a. stöðu Sjálfstæðisflokksins og framtíð, í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
Þú getur hlustað á greiningu Ólafs í spilaranum hér að ofan.