2. mars 2025 kl. 18:44
Innlendar fréttir
Stjórnsýsla

Stutt í niðurstöðu ráðherra

Embætti ríkissaksóknara.RÚV / Birgir Þór Harðarson

Ekki er langt þangað til að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leiðir til lykta mál vararíkissaksóknara sem ekki hefur verið við störf síðan í fyrrasumar: „Það er í vinnslu í ráðuneytinu. Það er verið að rýna málið og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja akkúrat núna.“ Hvað heldur þú að þetta sé langur tími, vika eða mánuður? „Ég hugsa að það sé ekki langur tíma. Þetta var bara mál sem þarf að vanda sig við. Það eru miklir hagsmunir í húfi. Mín ábyrgð sem dómsmálaráðherra er auðvitað að tryggja það að ákæruvaldið á hverjum tíma njóti trausts og sé starfhæft. Og ég er svona að reyna að leiða þetta mál til lykta.“