2. mars 2025 kl. 18:30
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið

Slökkvi­lið­ið sinnti tveim­ur bíl­velt­um sam­tím­is

Bílvelta við Álfabakka.
Bílvelta við Álfabakka. Engin alvarleg slys urðu á fólki.RÚV

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur útköllum vegna bílvelta á sjötta tímanum. Önnur bílveltan varð á Reykjanesbraut við Álfabakka þaðan sem tveir voru fluttir til skoðunar á slysadeild. Engin alvarleg slys urðu á fólkinu.

Hin bílveltan varð í Kollafirði. Engan sakaði.

Hálka er á flestum leiðum á höfuðborgarsvæðinu.