2. mars 2025 kl. 18:32
Innlendar fréttir
Stjórnsýsla

Af­hend­ing far­þeg­a­lista verður skylda

Farþegar bíða þess að komast um borð í rútur í Leifsstöð.
Milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll.RÚV / Pétur Magnússon

Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands verður skylt að afhenda stjórnvöldum lista yfir farþega sem flogið er með til landsins samkvæmt frumvarpi sem afgreitt var á ríkisstjórnarfundi 28. febrúar. Nokkur flugfélög innan Schengen-svæðisins hafa neitað að afhenda upplýsingarnar. Sjö til tíu prósent farþegalista hafa ekki skilað sér hingað til.

„Þetta er í grunninn aðgerð ríkisstjórnarinnar gegn skipulagðri brotastarfsemi að íslensk stjórnvöld, ekki síst lögreglan, hafi aðgang að upplýsingum um þá farþega sem hingað koma til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.

Aðrir eru að lesa