Milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll.RÚV / Pétur Magnússon
Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands verður skylt að afhenda stjórnvöldum lista yfir farþega sem flogið er með til landsins samkvæmt frumvarpi sem afgreitt var á ríkisstjórnarfundi 28. febrúar. Nokkur flugfélög innan Schengen-svæðisins hafa neitað að afhenda upplýsingarnar. Sjö til tíu prósent farþegalista hafa ekki skilað sér hingað til.
„Þetta er í grunninn aðgerð ríkisstjórnarinnar gegn skipulagðri brotastarfsemi að íslensk stjórnvöld, ekki síst lögreglan, hafi aðgang að upplýsingum um þá farþega sem hingað koma til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.