Þorgerður um fund Trump og Zelenskys: „Það liggur mikið undir núna“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir hafa verið sárt að horfa á fundi Trump og Zelenskys í Hvíta húsinu frá því í dag. Afstaða Íslands sé þó enn sú sama: Ísland standi með Úkraínu gegn ofbeldi Rússa.

Iðunn Andrésdóttir

,

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir hafa verið sárt að horfa upp á fund Volodymyr Zelenskys Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag.

Hún segir fundinn ekki bestu birtingarmynd samskipta á milli tveggja lýðveldisþjóða.

Staða Íslands væri þó enn sú sama og aldrei brýnna en nú að Evrópuþjóðir sneru bökum saman enda lægi mikið undir.

„Það liggur mikið undir núna, bæði öryggi og friður í Úkraínu en það sama gildir líka um Evrópu. Þetta eru miklar krossgötur, það er margt sem segir að það sé verið að snúa öllum málum á hvolf þessa dagana.“

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV