Karlmaður á fimmtugsaldri lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal í dag. Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi. Hann segir tilkynningu um slysið hafa borist rétt fyrir klukkan tvö. Viðbragðsaðilar hafi verið snöggir á svæðið og óskað eftir þyrlu.
Slysið varð innanbæjar í Vík í Mýrdal á öðrum tímanum í dag.RÚV / Arnar Þórisson
Endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar á vettvangi sem báru ekki árangur. Læknir hafi úrskurðað manninn látinn og hafi þyrlan þá verið afturkölluð.
Garðar segist ekki vilja tjá sig nánar um tildrög slyssins. Lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi málið til rannsóknar.