Opið verður í Bláfjöllum í dag frá klukkan 14 til 21. Þetta verður aðeins annar opnunardagur skíðasvæðisins það sem af er febrúar. Á heimatorfunni verða allar lyftur opnar nema Kóngurinn en á suðursvæðinu verður aðeins Gosinn opinn vegna snjóleysis.
Við ræddum við rekstrarstjóra skíðasvæðisins í gær þar sem hann sagði að starfsfólk Bláfjalla lægi á bæn alla daga og bæði um frost svo hægt yrði að framleiða snjó.
„Það er skrýtið að segja að febrúar sé langur en í okkar huga hefur þetta verið lengsti febrúar í heimi. En nú hefur vindinn loksins lægt, frostið er mætt og við hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í færslu á Facebook-síðu skíðasvæðisins.