20. febrúar 2025 kl. 21:09
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga
Ekkert bendi til kvikuhlaups en gæti þó breyst hratt
Þrír litlir jarðskjálftar urðu við Sundhnúksgígaröðina á áttunda tímanum í kvöld. Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúrvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að skjálftarnir hafi verið yfir kvikuganginum en ekkert bendi til þess að kvikuhlaup sé hafið.
„Það gerðist mjög svipað fyrir síðasta gos, þá kom mjög svipaður atburður eins og í kvöld 4. nóvember og svo gýs 20. nóvember,“ segir Kristín.
Ekkert bendi til þess að kvikuhlaup sé byrjað en það geti breyst mjög hratt.