16. febrúar 2025 kl. 9:19
Innlendar fréttir
Jarðhræringar
Brennisteinsfjöll eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og því fannst skjálftinn í morgun vel.Veðurstofa Íslands
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti sem reið yfir klukkan 9 í morgun fannst víða á höfuðborgarsvæðinu.
Skjálftinn átti upptök sín í Brennisteinsfjöllum, austan við Kleifarvatn.
Samkvæmt vakthafandi náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands reyndist skjálftinn vera 2,8 að stærð. Svæðið er virkt skjálftasvæði.
1929 varð þar skjálfti að stærðinni 6,2 og annar að stærð 6 árið 1968.