Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

Leðurblakan var ekki sýkt af hundaæði

Alma Ómarsdóttir

,

Leðurblakan sem fannst í Hlíðunum í Reykjavík í janúar var ekki með hundaæði. Ekki liggur fyrir hvort hún var með aðra sjúkdóma, en leðurblökur eru þekktir smitberar. „Það er alveg töluverður fjöldi af fólki sem deyr af hundaæði í heiminum á ári og þetta er einn hræðilegasti sjúkdómur sem þú getur fengið,“ segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir hjá Tilraunastöðinni að Keldum.

Jákvæðum sýnum fuglainflúensu hefur fækkað verulega undanfarið en þriðji kötturinn greindist í vikunni. Fyrst vaknaði grunur um veiruna í kettlingi þegar sjúkdómseinkenni pössuðu ekki við þekkta sjúkdóma meðal katta. Kettlingurinn reyndist vera með heiladrep. „Ég tel mjög ólíklegt að hann hefði haft nokkurn möguleika á að lifa þessa sýkingu af,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, dýralæknir að Keldum.