13. febrúar 2025 kl. 10:30
Innlendar fréttir
Heilbrigðismál

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið fékk frest til að skýra marg­fald­an mun á gjaldi fyrir brjósta­skimun

RÚV / RÚV - Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir fresti til að skila skýringum til umboðsmanns Alþingis á margföldum mun á greiðslum fyrir brjóstaskimun. Umboðsmaður óskaði þess að svörin bærust ekki síðar en 31. janúar en ráðuneytið óskaði eftir fresti út þessa viku.

Þetta staðfestir Kristín Benediktsdóttir, umboðsmaður Alþingis, í samtali við fréttastofu.

Umboðsmaður óskaði skýringanna vegna frétta RÚV af því að konur í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbameini og konur sem hefðu áður fengið brjóstakrabbamein fengju ekki sömu niðurgreiðslu og aðrar konur.

Umboðsmaður óskaði gagna frá ráðuneytinu til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar.

Aðrir eru að lesa