Varnargarðar tilbúnir fyrir eldgos
Varnargarðar um Svartsengi hafa verið hækkaðir í allt að 17 metra hæð til að verja mannvirki við hugsanlegu áttunda eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Aðeins verstu veður fá menn til að leggja niður störf. Fyrir hádegi var varla stætt þarna:
„Það fer nú ekkert illa um karlana hérna inni í öllum þessum tonnum af járni sem þeir eru með. Við hættum vinnu hérna í rauðu viðvörunum um daginn í einn sólarhring en annars hefur bara alltaf verið allt á fullu,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu.
Steypustöplar standa efst á varnargarðinum hjá háspennumastri Landsnets sem stendur innan varnargarðsins og var reist í desember. Stöplarnir eru undirstöður ef reisa þarf nýja raflínu.
Eruð þið tilbúin í næsta gos?
„Já, já, hér er allt tilbúið og búið að vera í töluverðan tíma.“