Óboðlegt að öryggi sjúklinga sé sett í hættu vegna lokunar flugbrautar
Heilbrigðisráðherra segir óboðlegt að sjúkraflutningum sé stefnt í hættu vegna lokunar flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Flugrekstrarstjóri segir stöðuna grafalvarlega.
Alma Möller, heilbrigðisráðherra, hefur sent erindi á borgarstjórann í Reykjavík, samgönguráðherra og fjármálaráðherra. Hún biður þá um að finna ásættanlega lausn svo hægt sé að opna austur-vestur flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli á ný og tryggja öryggi sjúklinga.
RÚV – Arnór Fannar Rúnarsson