4. febrúar 2025 kl. 0:17
Innlendar fréttir
Kópavogsbær
Björguðu manni sem festist undir bíl
Slökkviliðsmenn komu manni til bjargar á Kársnesi í Kópavogi í kvöld sem sat fastur undir bíl.
Eyjólfur Karlsson, slökkviliðsmaður og bráðatæknir, var einn þeirra og sagði bílinn hafa fallið ofan á fót mannsins þegar hann tók dekk undan bílnum við viðgerð.
Bíllinn var tjakkaður upp til þess að losa fót mannsins og maðurinn svo fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.