Samráðsfundur barna og ungmenna með Strætó verður haldinn í Hinu húsinu í dag. Þar fá börn og ungmenni tækifæri til þess að koma á framfæri sínum hugmyndum um umbætur í strætókerfinu.
Ráðgjafahópur umboðsmanns barna, ungmennaráð UNICEF og Strætó efndu til fundarins. Markmiðið er að koma á formlegum umræðum milli barna og ungmenna, Strætó og sveitarstjórna um umbætur á strætókerfinu með hag barna að leiðarljósi.
Fundurinn er eingöngu ætlaður fyrir börn og ungmenni og verður í Hinu húsinu frá klukkan eitt til hálf fjögur í dag.