31. janúar 2025 kl. 15:18
Innlendar fréttir
Hveragerðisbær

Hell­is­heiði lokuð vegna flutn­inga­bíls sem þverar veginn

Hellisheiði er lokuð til vesturs í átt að Reykjavík vegna flutningabíls sem þverar veg. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni kemst engin umferð fram hjá bílnum sem stendur. Hægt er að komast leiðar sinnar um Þrengslaveg.