28. janúar 2025 kl. 9:54
Innlendar fréttir
Vestfirðir
Vakt vegna hættu á snjóflóðum
Búið er að opna vegi sem var lokað á Vestfjörðum í gærkvöld vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Snjóflóð féllu í Súgandafirði, Raknahlíð og á Kleifaheiði.
Snjóflóðavakt Veðurstofunnar er með aukið eftirlit með nokkrum vegum þar sem líkur eru taldar á að snjóflóð gætu fallið. Hætta á snjóflóðum er talin töluverð til fjalla á norðanverðum Vestfjörðum.