28. janúar 2025 kl. 8:26
Innlendar fréttir
Jarðhræringar

Um 130 smá­skjálft­ar við Víf­ils­fell

Smáskjálftahrina reið yfir við Vífilfell við Sandskeið í nótt.

„Það er búin að vera nokkuð þétt virkni smáskjálfta í Vífilsfelli. Virknin var þéttust milli eitt og fimm í nótt,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvárfræðingur á Veðurstofunni. „Þetta eru allt mjög litlir skálftar og við erum búin að telja inn um 130 inn í kerfið. Þessu er svona að ljúka núna. Það tínast af og til einhverjir skjálftar.“

Skjálftarnir eru ekki fyrirboði um annað og meira.

„Þetta er ósköp venjuleg hrinuvirkni sem kemur inn á öllum Reykjaneshryggnum reglulega af því að hér eru flekaskil sem fara í gegn.“

Sambærileg hrina var í nóvember.

Skjálftakort sýnir með rauðum og appelsínugulum doppum hvar skjálftarnir urðu í nótt við Vífilfell.
Veðurstofan