28. janúar 2025 kl. 3:22
Innlendar fréttir
Jarðhræringar

Smáskjálftahrina við Vífilsfell síðan í gærkvöld

Nokkur smáskjálftavirkni hefur verið nærri móbergsfjallinu Vífilsfelli við Sandskeið frá því í gærkvöld.

Litla kaffistofan er á Sandskeiði.RÚV / RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmundsson

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að um það bil 120 jarðskjálftar hafi mælst síðan hrinan hófst. Hann segir slíkar hrinur ekki óalgengar á þessum slóðum, sem stafi líklegast af hreyfingum í jarðskorpunni. Engin merki eru um gosóróa.

Vífilsfell sést vel frá hringveginum þar sem hann liggur um Sandskeið. Fjallið er 655 metra hátt og nefnt eftir þrælnum Vífli, sem þjónaði landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni. Vífill er sagður hafa gáð til veðurs af fjallinu.