28. janúar 2025 kl. 21:26
Innlendar fréttir
Reykjanesbær

Neyðarlenti í Keflavík með nýfætt barn

Það var heldur betur að flýta sér í heiminn, barnið sem fæddist um borð í farþegaflugvél yfir Grænlandi í dag. Brunavarnir Suðurnesja greina frá því á Facebook að barnið hafi fæðst yfir Grænlandi og var vélinni því beint að Keflavíkurflugvelli.

Mynd af flugleið Boeing 787-8 Dreamliner vélar Uzbekistan Airlines, sem neyðarlenti í Keflavík um hádegi 28. janúar 2025.
Flugleið vélarinnar. Hún var á leið frá Tashkent í Úsbekistan til New York.Flightradar24.com

Tveir sjúkrabílar voru sendir að vélinni, ásamt ljósmóður frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Barnið fæddist nokkuð fyrir settan tíma, en Brunavarnir Suðurnesja segja ánægjulegt að geta sagt frá því að bæði móður og barni heilsast vel.

Skjáskot af Facebookfærslu Brunavarna Suðurnesja um flugvél sem lenti á Keflavíkurflugvelli eftir að kona fæddi barn í vélinni yfir Grænlandi.
Facebook