Það var heldur betur að flýta sér í heiminn, barnið sem fæddist um borð í farþegaflugvél yfir Grænlandi í dag. Brunavarnir Suðurnesja greina frá því á Facebook að barnið hafi fæðst yfir Grænlandi og var vélinni því beint að Keflavíkurflugvelli.
Flugleið vélarinnar. Hún var á leið frá Tashkent í Úsbekistan til New York.Flightradar24.com
Tveir sjúkrabílar voru sendir að vélinni, ásamt ljósmóður frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Barnið fæddist nokkuð fyrir settan tíma, en Brunavarnir Suðurnesja segja ánægjulegt að geta sagt frá því að bæði móður og barni heilsast vel.