28. janúar 2025 kl. 19:28
Innlendar fréttir
Umhverfismál
Bað um áfrýjun á báðum dómstigum
Landsvirkjun sendi á föstudag áfrýjunarbeiðni bæði til Landsréttar og Hæstaréttar vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 15. janúar sem ógilti leyfi fyrir Hvammsvirkjun. Landsvirkjun vill að málið fái flýtimeðferð og sleppi millidómstiginu Landsrétti. Ekki liggur fyrir hvenær Hæstaréttur tekur ákvörðun en rétturinn hefur óskað eftir afstöðu stefnendanna til beiðnar Landsvirkjunar. Íslenska ríkinu var stefnt ásamt Landsvirkjun og hefur ríkislögmaður jafnframt sent áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar.