27. janúar 2025 kl. 21:39
Innlendar fréttir
Vestfirðir

Snjóflóð loka vegi yfir Kleifaheiði

Veginum yfir Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum var lokað í kvöld eftir að snjóflóð féllu á veginn. Hann verður lokaður til morguns og verður staðan á honum tekin í fyrramálið. Óvissustig er í gildi á veginum um Raknadalshlíð við Patreksfjörð vegna snjóflóðahættu.

RÚV / Skjáskot