16. janúar 2025 kl. 0:25
Innlendar fréttir
Suðurland

Vatnsborð hefur hækkað hratt í Ölfusá

Vatnsborð í Ölfusá við Selfoss hefur hækkað hratt neðan við Selfosskirkju í kvöld. Ófært er orðið að nýrri fráveitustöð þar sem vegur að henni er á kafi. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í kvöld.

Þar segir að rennsli hafi lítið aukist síðustu tímana en að töluverður klaki sé í ánni neðan við Selfoss sem hindri sennilega flæði árinnar.

Þá hafi Hvítá á Skeiðunum flætt yfir bakka sína í dag. Mikið vatn sé á túnum austan Hestfjalls og bærinn Útverk sé umflotinn. Heimafólk hafi ekki séð álíka flóð síðan 2006.

Vatnsborð hefur farið hækkandi víða um land vegna úrkomu og mikilla leysinga.

Mynd tekin að kvöldlagi við Ölfusárbrú á Selfossi. Á henni sést hvernig vatsnborð hefur farið hækkandi í ánni.
Aðsend / Magnús Lyngdal Magnússon

Ölfusá á Selfossi að kvöldlagi. Á myndinni sést að vatsborð hefur hækkað nokkuð í ánni. Selfosskirkja sést upplýst í bakgrunni.
Aðsend / Magnús Lyngdal Magnússon